þriðjudagur, febrúar 06, 2007

..gönguskór og fleira



Jæja krakkar.. Nú fer sól hækkandi á lofti og auðvitað þýðir það bara eitt.. Það styttist í nýja gönguferð á Hornstrandir hjá gönguhópnum skinny :) hehe

Síðastu ferðir hafa verið hver annarri betri.. og nú er svo komið að það verður MJÖG erfitt að toppa síðustu ferð!! En við gerum okkar besta :)

Nú vantar mig skoðanir hérna..
1. Hvert viljið þið fara?
2. Hvenær viljið þið fara?

Þær hugmyndir sem komu fram að Horni sl sumar voru mjög góðar..
1. Að fara í Furufjörð. En það er auðvitað háð því að Björn Arnór vilji vera svo góður að fá okkur... En ef það gengur ekki upp þá getum við auðvitað farið aftur á Horn (mitt og Kristínar) eða í Stakkadal í Aðalvík(Helgu Sigríðar), sem væri líka nottla bara gleði.
2. Þriðja helgin í júlí hefur verið vinsæl hjá okkur, núna verður hún 20.-22.júlí.. persónulega finnst mér það kreisí dagsetning :)

En endilega komið í glamúrinn og gleðina :)

Edda María, Helga Sigríður, Greipur, Edda Katrín, Elín, Össi, Birna, Kristín Þóra Júdit, Björn Arnór, Þórey, Svanlaug, Kristján Ketill, Inga Ósk, Alli, Anna Soffía, Lísbet, Kalli, Mark, Viveka, Harpa, Gylfi.. og þið öll sem hafið komið eða langar að koma norður, endilega segið ykkar skoðun :)

Kveðja
Sandra Dís

13 ummæli:

Edda María Hagalín sagði...

Magnað, ég er til í allt, allar staðsetningar frábærar :) Hef enga sérstaka skoðun, væri æði að prófa samt Furufjörðinn þar sem ég hef ekki komið þar áður, en annars hljómar Horn og Aðalvíkinn líka æðislega...

Helga sagði...

Sandra ánægð með að það eru fleiri farnir að hugsa verulega mikið út í næstu ferð. Þar sem ég,össi og Edda Katrín vorum einmitt að ræða þetta um jólin yfir rauðvíni. Mér líst vel á þessa dagsetningu :) og vona að við náum taki í Björn til að fá úrskorið með Furufjörðinn
vona að sem flestir bíði séu fullir tilhlökkunar, og nýjir áhugasamir verið óhrædd að reyna að troða ykkur með !!!

Greipur sagði...

Komið þið sæl.
Að venju fær Sandra rokkprik fyrir drift.

Mér líst mjög vel á þetta, Furufjörður væri algjört æði og fær mitt atkvæði. Hugsa að það væri vel hægt að semja við Björn og hans fólk. Annars væri hugsanlega hægt að tékka á eignum hópsins í Fljótavík, ekki satt?

Helgin hljómar vel fyrir mig, eins helgin á eftir líka, það er ekki versló, er það nokkuð?

Sandra sagði...

Nei það er ekki versló, næsta á eftir er 27.-29.júlí :)

Helga sagði...

hehe já ætti að vera hægt að tékka á Fljótarvíkinni, Erum nú einu sinni 3 ættaðar þaðan :) þ.e.a.s ef Furufjörðurinn klikkar.

Sandra sagði...

Já hehe hvernig gat ég gleymt Fljótavíkinni, hef sjálf aldrei komið þangað.. En hef frétt að það sé erfitt að komast að í bústaðnum þar.. en sjáum til :)

Birna sagði...

Æði pæði!!! Ég er strax orðin geggjað spennt, ég mæti sko pottó, en er ekki viss um að ég leggi aftur af stað í 6klst göngutúr kl 11 að kveldi!!! Já hann endaði víst í e-m 8 klst held ég og mikilli þreytu, gremju, þoku og blótsyrðum. En mér er nok sama hvert við förum bara að við förum, við erum jú svo geggjað skemmtó að staðsetning skiptir ekki máli, gleðin og glamúrinn er ávallt til staðar. Er ekki komin lengra í plani en næsta helgi svo þessi hentar eins vel og hver önnur fyrir mig :o)

Edda María Hagalín sagði...

æji heyriði, ég þarf að mæta í giftingu hjá Söndru Björk vinkonu minni úr HR 21. júlí þannig að helgin á eftir væri æði!!! Get ekki misst af þessari giftingu :)

Nafnlaus sagði...

Söngurinn og glamúrinn eru einkunnarorð þessarar ferðar :) Mitt atkvæði fer til Furufjarðar. En í sjálfu sér er mér slétt sama svo fremur að ég fari bara yfir höfuð. Læt allavega ekki einhverja giftingu skiptingu stöðva mig ;) Rock on people... OG Helga til hammó með ammó :)

Engilrad sagði...

Hae hae fallega folk

Ohhh lyst svo super duper a thetta plan.
Maeti sko pottthett nuna og hlakka svoooo mikid til :)
Alveg sama um dagsetningar en var samt ad paela. Er ekki alltaf 3 helgina i juli Ögurballid?
Hvernig vaeri thad ad fara a Ögurball thessa helgi sem er verid ad tala um, naestu i skinny dipping ferdina ogurlegu og svo helgina a eftir thad er tha drullufotboltinn :)

Ohhh thetta verdur orugglega frabaert sumar!!

Fullt af kvedjum fra sveitinni i Thyskalandi thar sem netid er hraedilegt, ekkert sjonvarp og alles.
Kisses Inga Osk

Nafnlaus sagði...

Mér sem boðflennu síðasta ár langar ægilega að gerast boðflenna þetta árið líka! Þetta var svo obboslega gaman síðast! :) Líst þrusu vel á Furufjörð.. en allt hitt er líka mjög góðar hugmyndir. Sjálf veit ég ekkert um Hornstrandir og veit ekkert hvað snýr upp eða niður þarna! :) Þannig að ég fylgi bara straumnun! Kveðja Anna Fía

Nafnlaus sagði...

Sandra klikkar aldrei!:) Mér líst lang best á Furufjörð þar sem ég hef aldrei stigið þar fæti. Væri gott að fá þetta á hreint sem fyrst, því ef Furufjörður er ekki option þarf að panta Fljótavíkina með miklum fyrirvara.. Og já held að Ögurball sé alltaf 3.ju helgi í júlí (Skinny er pottþétt í forgang hjá mér!)

Kristján Ketill sagði...

Glæsilegt framtak, ef það er rúm fyrir aðra boðflennu þá er ég til í allt, , tilbúinn í hvað sem er með þér!!! Eins og Sigga sagði forðum. Er ennþá með fiðring í maganum eftir gönguferðina á Kálfatinda. Er heldur ekki viss um að náunginn sem líkist mér á myndinni sé allt í lagi ;)
kv
Kristján Ketill