fimmtudagur, mars 01, 2007

Leikhus hittingur

Halló halló allir.
Fyrst af öllu langar mig að þakka Söndru fyrir að setja af stað umræðuna um ferðina í sumar. Mikið verður gaman. Ég er búinn að heyra í mörgum og allir eru voða spenntir. Húrra fyrir því.

Annað: Okkur Söndru Dís og Þórey datt í hug að það gæti verið gaman að taka smá forskot á sæluna og fara í leikhús saman. HIttast í einn bjór smá á undan og fara svo og hlægja svolítið - vera soldið gramourus, ekki satt?

Auðvitað förum við á leiksýninguna mína. Hún er í Borgarleikhúsinu og heitir Elíf hamingja. Hægt að lesa nánar um hana á vef Borgarleikhússins. Verkið hefur fengið frábæra dóma og verið uppselt á allar sýningar hingað til. Getið meðal annars lesið dómana á síðunni í Borgarleikhúsinu.

Við stingum uppá að við skellum okkur 11. mars klukkan 22:00. Allir sem eru hjá Glitni fá miðann á 2 - 1. Þeir sem eru ekki hjá Glitni gætu haft samband við mig og ég fiffað eitthvað gott verð, jafnvel bara sama verðið. Mörg okkar hafa þegar bókað miða en síminn í miðasölunni er 5688000.

Vonandi koma sem flestir. Set inn nánari upplýsingar um fyrirhitting þegar nær dregur.
Góðar stundir,
Greipur - not the slimmest one.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh frabaer hugmynd hja ther Greipur. Ég verd pottthetta med ykkur i huga :)
Annars langadi mig ad segja ykkur fra draum sem mig dreymdi.
Vid vorum saman i Skinny-dipping ferdinni okkar en einhvern vegin vorum vid bara med 1-8 manna tjald en vid vorum 16 i hopnum. En thad var samt voda kosy...jafnvel tho ad thad hafi verid partket i midjunn???
Sidan kom thad skemmtilegast...mig dreymdi ad thad hafi komid flugvel og thad hafi verid hent ut Karamellum :)
Held ad eg se ordin svoldid spennt fyrir sumrinu...serstaklega ef thetta verdur ad raunveruleika :)

Nafnlaus sagði...

hehe gleymdi ad segja kossar Inga Ósk :)

Edda María Hagalín sagði...

nohhh...við hljótum nú að getað reddað karmellukasti í sumar!!! Annars hlakka ég til að sjá ykkur í kvöld í leikhúsinu en er e-ð komið á hreint hvert við förum í sumar, þ.e.a.s er búið að panta einhvern bústað?