mánudagur, mars 19, 2007

Nýjustu fréttir af sumarævintýrinu

Sæl öll

Vildi leyfa ykkur að heyra smá hvað planið er í sumar en margt er í sigtinu.

Heyrði frá Kristínu og Birni og ætla þau að bóka Furufjörðinn á næsta ári (2008) þar sem Björn þarf að kynna sér svæðið í sumar svo hann verði vel fróður um aðstæður og gönguleiðir þegar við mætum á svæðið :D

Bústaðurinn hennar Helgu í Stakkadal er enn inn í myndinni og er líklega laus þessa daga sem við töluðum um.

Veit ekki með Horn þar sem ég hef ekki heyrt í Söndru um það og veit ekki hvort Sandra er með eitthvað í pokahorninu en hún skellir líklega inn upplýsingum um það fljótlega ef hún hefur eitthvað í sigtinu.

Svo er það nýjasta sem Helga Sigríður var að stinga upp á við mig á MSN og mér líst rosa vel á. Það er Reykjafjörður en sjá má umfjöllun hér. Það er líklega hægt að leigja bústað þarna sem við erum að skoða en svo er líka tjaldstæði. Þarna er allvega geggjuð sundlaug og stórkostlegt umhverfi (eins og reyndar allstaðar á þessum slóðum).

Hvað segið þið, hvað leggst vel í ykkur?

fimmtudagur, mars 01, 2007

Leikhus hittingur

Halló halló allir.
Fyrst af öllu langar mig að þakka Söndru fyrir að setja af stað umræðuna um ferðina í sumar. Mikið verður gaman. Ég er búinn að heyra í mörgum og allir eru voða spenntir. Húrra fyrir því.

Annað: Okkur Söndru Dís og Þórey datt í hug að það gæti verið gaman að taka smá forskot á sæluna og fara í leikhús saman. HIttast í einn bjór smá á undan og fara svo og hlægja svolítið - vera soldið gramourus, ekki satt?

Auðvitað förum við á leiksýninguna mína. Hún er í Borgarleikhúsinu og heitir Elíf hamingja. Hægt að lesa nánar um hana á vef Borgarleikhússins. Verkið hefur fengið frábæra dóma og verið uppselt á allar sýningar hingað til. Getið meðal annars lesið dómana á síðunni í Borgarleikhúsinu.

Við stingum uppá að við skellum okkur 11. mars klukkan 22:00. Allir sem eru hjá Glitni fá miðann á 2 - 1. Þeir sem eru ekki hjá Glitni gætu haft samband við mig og ég fiffað eitthvað gott verð, jafnvel bara sama verðið. Mörg okkar hafa þegar bókað miða en síminn í miðasölunni er 5688000.

Vonandi koma sem flestir. Set inn nánari upplýsingar um fyrirhitting þegar nær dregur.
Góðar stundir,
Greipur - not the slimmest one.