þriðjudagur, febrúar 06, 2007

..gönguskór og fleiraJæja krakkar.. Nú fer sól hækkandi á lofti og auðvitað þýðir það bara eitt.. Það styttist í nýja gönguferð á Hornstrandir hjá gönguhópnum skinny :) hehe

Síðastu ferðir hafa verið hver annarri betri.. og nú er svo komið að það verður MJÖG erfitt að toppa síðustu ferð!! En við gerum okkar besta :)

Nú vantar mig skoðanir hérna..
1. Hvert viljið þið fara?
2. Hvenær viljið þið fara?

Þær hugmyndir sem komu fram að Horni sl sumar voru mjög góðar..
1. Að fara í Furufjörð. En það er auðvitað háð því að Björn Arnór vilji vera svo góður að fá okkur... En ef það gengur ekki upp þá getum við auðvitað farið aftur á Horn (mitt og Kristínar) eða í Stakkadal í Aðalvík(Helgu Sigríðar), sem væri líka nottla bara gleði.
2. Þriðja helgin í júlí hefur verið vinsæl hjá okkur, núna verður hún 20.-22.júlí.. persónulega finnst mér það kreisí dagsetning :)

En endilega komið í glamúrinn og gleðina :)

Edda María, Helga Sigríður, Greipur, Edda Katrín, Elín, Össi, Birna, Kristín Þóra Júdit, Björn Arnór, Þórey, Svanlaug, Kristján Ketill, Inga Ósk, Alli, Anna Soffía, Lísbet, Kalli, Mark, Viveka, Harpa, Gylfi.. og þið öll sem hafið komið eða langar að koma norður, endilega segið ykkar skoðun :)

Kveðja
Sandra Dís