þriðjudagur, maí 29, 2007

Ofnæmislost
Getur komið fram á ýmsa vegu en allir eiga það sameiginlegt, sem lenda í þessum lífshættulega viðburði, að það verður mikil bjúgsöfnun í lausa vefi. Flestir eru svo óheppnir að það myndast mikill bjúgur umhverfis barkann og erfitt verður um andardrátt, aðrir eru aðeins "heppnari"... :

Við skulum bara sleppa því að fá ofnæmislost á Hornströndum... er það ekki

Ekki við hæfi? Ég veit.. En ég held að próflesturinn sé "farinn" með mig

Kveðja Sandra

laugardagur, maí 19, 2007

Upphafsganga 2007: Hrafnfjörður í Reykjafjörð

Vegalengd: c.a. 17,14 km skv. Landmælingum Íslands
Tími: 5-6 tímar með því að fara rólega (skv. Snorra Hermanssyni)
Dagur: Miðvikudagurinn 25 júlí 2007 - fyrsta holl! (Geri ráð fyrir þremur eins og síðast)
Farið verður frá Ísafirði að morgni með báti í Hrafnfjörðinn og lagt upp að nálægt Álfstöðum. Alltaf hefur verið talið mjög reimt á Álfstöðum. Þekktustu ábúendur á Hrafnfjarðareyri eru eflaust þau Fjalla-Eyvindur og Halla, frægustu útlagar Íslandssögunnar.

Hrafnfjörður í Furufjörð
Upp af botni Hrafnfjarðar er Skorarheiði (188 m). Á syðri bakka Skorarár niður við sjó er komið á rudda götu og liggur hún upp með ánni um svonefndar Andbrekkur. Er þeim lýkur er komið upp á Skorardal og þar liggur leiðin yfir Skorará, sem brúuð var fyrir nokkrum árum á gili uppi í dalnum undir Skorarbrekku, og síðan í bröttum sneiðingum upp Skorarbrekku í dalbotni upp á heiðina. Alla leið yfir heiðina og niður á láglendi Furufjarðar er rudd gata og vel vörðuð og ætti því enginn að geta villst þar hvernig sem viðrar að sumri til. Yfir Skorarheiði var fjölförnust leið norður á Strandir er byggð var á í Grunnavíkurhreppi. Á háheiðinni er Skorarvatn, fallegt stöðuvatn og ganga þar stuðlabergsklettar út í vatnið að norðan.

Furufjörð í Þaralátursfjörð
Gangan hefst í austurhlíð Furufjarðar þar sem gengið er upp hlíðina eftir illgreinanlegum götuslóða. Þegar ofar dregur taka vörður og vörðubrot við og vísa leiðina upp á Reiðhjalla sem liggur ofarlega í fjallinu. Á hjallanum er gatan skýr og vel vörðuð. Vörðunum er fylgt upp í Svartaskarð sem er dálítil lægð í efsta hluta fjallsins þar sem kallast Kjölur. Úr Svartaskarði er gengið sem leið liggur eftir greinilegri götu niður lítt gróna hjalla, þar til komið er að fjallsbrún Þarlátursfjarðar. Þaðan er hægt að ganga niður í fjörðinn um götuslóða. Vörðurnar halda áfram niður Enni, að smágili sem áin Blanda rennur um og niður að vel grónum jökulaurum. Gengið er yfir aurana og að klettahöfða sem stendur við Þaralátursós neðar í hlíðinni og kallast Óspakshöfði.

Þaralátursfjörð í Reykjafjörð
Neðan við Óspakshöfða er vað og þaðan er haldið upp á Reykjafjarðarháls um vel varðaða og skýra götu sem heldur áfram yfir hálsinn alla leið að brúninni hinum megin. Þar blasir Reykjafjörður við.

Heimildir

mánudagur, maí 14, 2007

Útilega í Reykjafirði 26-30 júlí 2007

Jæja, ákvað að skella inn bloggi um plan sumarsins. Ekkert gengur að fá bústað og ákvað ég því að negla niður tjaldútilegu í Reykjafyrði c.a. 26-30 júlí. Greipur ætlaði að reyna redda bústað en hef ekkert heyrt svo held það hafi ekki gengið. Ef einhver ykkar getur reddað bústað einhverstaðar þá væri það æðislegt, þá bara endilega hafið samband við mig, Söndru Dís eða Greip og við getum bloggað um það. Ef einhverjir fleiri vilja fá bloggaðgang þá endilega látið okkur vita og við bætum ykkur við!

Við erum þá allavega búin að ákveða eitthvað en ef bústaður býðst þá bara breytist planið! Held það verði þó alveg fínt að tjalda í Reykjafirði en það er mjög fín sundlaug þar sem hægt er að skella sér í á hverjum degi.

Endilega kommentið strax um hvernig ykkur líst á þetta!