mánudagur, júlí 31, 2006

Að slimmy ferð afstaðinni..

OMG hvað þetta var æðisleg ferð krakkar! Ég pungsvitna við hugarflug aftur til Hornvíkur.. Þetta var ótrúlegt, það bara gjörsamlega gekk allt upp, hvernig er það hægt? Ég bara spyr!
Nú er bara að setja upp myndasíðu þar sem við getum sett inn allar myndirnar.. Hehe treysti á tölvudjörkana í þeim málum! En smá forskot..Skemmtilegt "skilti" í Látravík


Engu líkara en að Helga og Edda séu photoshopaðar inn á Hornbjargið þarna..


Ótrúlega flott að labba upp fyrir þokuna og horfa á fjallstoppana (tekið úr "Almenningum")


Vanur maður í hverju horni!


Nestispása og bleyjuskipti á Miðfelli. Hornbjarg úr djúpinu rís (Ási í Bæ) í baksýn!

Vil að lokum þakka svo stórt fyrir frábæra ferð :)
Þið eruð æði
Sandra Dís

P.s. Það er rosa flott grein í Mogganum í gær (sun. 30.júlí) á bls. 10-12, um lífið á Horni (fyrr sem nú!).. Þar getur m.a. að líta útsýnið, sem við misstum af, uppi á Kálfatindi!!

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Tæpir 2 dagar í brottför :)

Það er bara allt að verða vitlaust yfir ferðinni okkar á Horn.. Líkt og aðrir, tóku Ofurkonur alveg rífandi vel í hugmyndina á æfingu áðan og ætla ekki að láta sitt eftir liggja í ferðinni. Á staðnum var meira að segja nánast plönuð flugferð ÍFJ-HHA (Höfn í Hornvík Airport)! Það verða sem sagt líklega 3 ferðir til að flytja hópinn frá Ísafirði:
1) Fim 27/7, kl.9, bátsferð í Veiðileysu.
2) Fim 27/7, kl.22 (líklegasta tímasetningin), bátsferð í Veiðileysu.
3) Fös 28/7, ?kl.18, flugferð í Hornvík.

Öruggt far er fyrir alla heim á sunnudeginum, bátsleiðina, hvort sem þeir vilja fara í bátinn í Hornvík eða labba yfir í Lónafjörð og taka bátinn þar.

Jóna Ben var svo góð að taka slatta af búsi fyrir okkur í Hornvíkina í gær.. ;)

En fyrir þá sem ekki vita þá verða sameiginlegar máltíðir á fös- og laukvöldinu, fyrir það þarf að leggja 1.000 kr inn á reikninginn minn, númerið er: 0311-26-090782-0907824449. Við Helga Sigríður ætlum að hittast heima hjá henni á morgun kl 4 og ákveða matinn og fara svo og kaupa, þeir sem vilja leggja okkur lið og/eða koma með gómsætar hugmyndir endilega mætið eða hafið samband við okkur (síminn minn er 867 9921 og Helgu 844 6251)... eða bara kommenta hér á síðuna!

Fyrir þá sem ætla að leggja af stað að kvöldi fimmtudagsins vil ég minna á að fara ofarlega yfir ána í Hornvík (þar sem á víst að fara yfir hana..) en ekki niðri við ós því að það er háflóð um kl 03 og þá er ósinn "mannhæðardjúpur".. Fyrri hópurinn getur hins vegar farið yfir ósinn því það verður háfjara um kl 15..
Þetta hef ég eftir veðurspegúlöntum í Æðey! :)

Svo er auðvitað skylda að koma með óvæntan glaðning.. minn er kominn í bakpokann! Ég verð nú samt að segja að óvæntasta óvænta glaðninginn á Jens ennþá, páskaeggin hans á Horni 2004 vöktu eindæma lukku.. hehe :)

Minni á að það er pláss fyrir fullt af skemmtilegu fólki í viðbót.. og auðvitað skemmir það ekki fyrir að það sé karlkyns , hehe sérstaklega þar sem konur virðast vera í miklum meirihluta..!!

Knúspoki
Sandra Dís

mánudagur, júlí 24, 2006

Sumarbústaðarferð að Horni

Sæl öll

Það er að koma lokamynd á ýmis smáatriði varðandi ferðina okkar en farnar verða tvær ferðir á fimmtudaginn 27. júlí.

Ferð 1
KL 9:00 frá Ísafðirði í Veiðileysufjörð með Jónasi verð. 3.800

Ferð 2
Um kvöldið frá Ísafirði í Veiðileysufjörð með einhverjum (ýmsir koma til greina) verð ??

Þeir sem eru að fara eru, Fyrri ferð: Edda María, Alexíus, Sandra Dís, Greipur, Kristján, Össur Pétur, Svanlaug??. Seinni ferð: Helga Sigríður, Elín Marta, Birna, Edda Katrín, Kristín Þóra, Björn Arnór. Ef ég er að gleyma einhverjum, eða fara með vitlaust, endilega látið vita.

Það verða tvær sameiginlegar máltíðir, föstudags- og laugadagskvöldið og mun Sandra Dís sjá um að versla það og koma í áætlunarferðina sem er á fimmtudagsmorgni kl 10. Planið er að hafa holusteik og svo hamborgara og áætlum við að hver muni borga 1000 kr á mann fyrir það, og byð ég ykkur því að millifæra helst í dag á Söndru Dís.

Varðandi heimferðina, þá mun Jónas koma í hornvík um hádegi á sunnudag ef einhverjir vilja losa sig við farangurinn sinn eða fá far þaðan, þá er það hægt, Aðrir geta labbað í lónafjörðinn og látið sækja sig kl 8 um kvöldið þar. Sama verð er fyrir báða staði eða 4.200. Annars skilst mér að það sé einnig áætlunarferð á mánudeginum.

Varðandi farangur, þá þarf fólk að taka með sér morgunmat fyrir 3 daga og bara kvöldmat fyrir fimmtudaginn ef það kemur um morguninn. Mæli með að fólk pakki létt,og er nauðsynlegt að hafa með regnföt og hlý föt. Góðir gönguskór er kostur. Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband.

föstudagur, júlí 14, 2006

Hornstrandir 27. júlí - 30. júlí.

Sumarbústaðurinn að Horni

Jæja, þá er komið að því. Búið er að skella upp ferðaáætlun fyrir hina árlegu hornstrandarferð sem nú er heitið í bústaðinn að Horni. Hér að neðan er gróflegt ferðaplan en það gæti breyst eitthvað eftir fundinn sem verðu á langa manga á Ísafirði á mánudaginn kl. 20:00. Þar verður rætt um hvort við munum mögulega leggja af stað upp úr hádegi á fimmtudeginum frá Ísafirði ef það hentar fleirum en einnig verður að öllum líkindum önnur ferð farin seint á fimmtudeginum eða jafnvel á föstudeginum, en það ræðst allt á fundinum á mánudagskvöld og fer eftir hljóðinu í fólki og hversu margir ætla að fara. Hér er allavega aðalplanið....endilega kommentið ef þið viljið koma með, það eru allir velkomnir og nóg svefnpláss :)


Fimmtudagurinn 27. júlí

Farið verður frá Ísafirði kl 8:30 og haldið til Veiðileysufjarðar. Þaðan verður gengið yfir í hornvík í sumarbústaðinn.

Veiðileysufjörður - Hornvík - um Hafnarskarð. Úr botni Veiðileysufjarðar er farið um Hafnarskarð (519 m). Fáar vörður eru á leiðinni upp í skarðið en vel er varðað úr skarðinu niður í Hornvík og svo að bústaðnum á Horni (4-6 klst.)Föstudagurinn 28. júlí

Á föstudeginum verður farin dagsferð að hornbjargsvita og að hornbjarginu sjálfu.

Hornvík - Hornbjarg. Gengið er fyrir víkina að Hafnarósnum. Þegar yfir ósinn er komið er haldið út með fjörunni á nyrsta hluta bjargsins og á Miðfell. Brattkleifir geta lagt leið sína á Kálfatind (534 m), hæsta hluta bjargsins, og virt fyrir sér tindinn Jörund (6-8 klst).Laugardagurinn 29.júlí

Afslöppun og önnur afþreying. Skinny dipping...

Sunnudagurinn 30. júlí

Heimferð verður á sunnudeginum og er áætlað að koma í lónafjörðinn um kl 8 að kvöldi.

Hornvík - Lónafjörður. Fyrst er gengið fram hjá Hafnarbænum og áfram inn undirlendi Hafnar með brekkurótum. Fljótlega er gengið um miklar bæjarrústir rétt áður en komið er að Víðirsá sem er fallegt vatnsfall með mörgum fossum frá brún og niður á láglendið. Áfram er haldið inn með hlíðarfótunum þar til komið er að lítilli á sem rennur út á láglendið úr gili. Í um 450 m hæð er komið á hjarnskafl sem ekki leysir árið um kring og er hann skáskorinn og nú er stefnt í skarðsbrekkuna þar sem skaflinn nær styst upp í hana undir miðju skarðinu og má segja að alltaf sé stefnan sú sama. Þegar upp í skarðið er komið er 587 m hæð náð og hið besta útsýni bæði norður og suður af. Í norðri blasir Hornvíkin við og Hornbjarg með skörð sín og tinda og ber við Dumbshaf. Í Rangalaskarði er farið yfir hreppamörk Grunnavíkur- og Sléttuhrepps. Ofan úr Rangalaskarði er haldið úr skarðinu austanverðu og farið niður á við til vesturs í einum sneiðingi og er afar bratt. Hægt er að fara úr Rangala út með Lónafirði að vestan og er sú leið greiðfær eftir fjöru. Þá er komið að eyðibýlinu Kvíum sem fór í eyði árið 1948 og var eini bærinn í Lónafirði. Er þar enn hið reisulegasta íbúðarhús, tvílyft steinhús á kjallara. ( 8 klst)