mánudagur, júlí 31, 2006

Að slimmy ferð afstaðinni..

OMG hvað þetta var æðisleg ferð krakkar! Ég pungsvitna við hugarflug aftur til Hornvíkur.. Þetta var ótrúlegt, það bara gjörsamlega gekk allt upp, hvernig er það hægt? Ég bara spyr!
Nú er bara að setja upp myndasíðu þar sem við getum sett inn allar myndirnar.. Hehe treysti á tölvudjörkana í þeim málum! En smá forskot..Skemmtilegt "skilti" í Látravík


Engu líkara en að Helga og Edda séu photoshopaðar inn á Hornbjargið þarna..


Ótrúlega flott að labba upp fyrir þokuna og horfa á fjallstoppana (tekið úr "Almenningum")


Vanur maður í hverju horni!


Nestispása og bleyjuskipti á Miðfelli. Hornbjarg úr djúpinu rís (Ási í Bæ) í baksýn!

Vil að lokum þakka svo stórt fyrir frábæra ferð :)
Þið eruð æði
Sandra Dís

P.s. Það er rosa flott grein í Mogganum í gær (sun. 30.júlí) á bls. 10-12, um lífið á Horni (fyrr sem nú!).. Þar getur m.a. að líta útsýnið, sem við misstum af, uppi á Kálfatindi!!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh ÆÐISLEGAR myndir
Vona að ég fái að sjá fleiri sem fyrst :)

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir, bíð spenntur eftir fleirum.
kv
Kristján

Edda María Hagalín sagði...

Heyriði, er búin að stofna sniðuga myndasíðu, ef þið viljið setja inn myndir sendið mér þá póst á edda03@ru.is og ég gef ykkur aðgang...held þetta sé sniðugast svona :) Mjög fljótlegt að hlaða inn myndum :) Búin að setja inn mínar myndir og það er linkur á þær þarna hægra megin. Ef þið tókuð ekki margar myndir þá getið þið líka bara sent mér þær í pósti og ég set þær inn.

Sandra sagði...

Hei ekkert smá skemmtilegar myndir Edda :) Frábært framtak! Mínar myndir eru meira bara svona leiðinlegar náttúrumyndir hehe !!
Klem
Sandra
P.s Ég ætla að labba Laugarveginn 15.-16. ágúst nk og vil endilega fá skemmtilega ferðafélaga (þetta eru að vísu virkir dagar, svo þetta verður örugglega fámenn (en góðmenn!) ferð!!) :)

Edda María Hagalín sagði...

kl. hvað legguru af stað? og hvenær helduru að maður yrði búinn?

Nafnlaus sagði...

Æðisleg ferð. Huxa til baka með söknuði en tilhlökkunar til næstu ferðar. Húrra fyrir okkur.

Nafnlaus sagði...

Kveðja, Össi

Edda María Hagalín sagði...

HÆhæ, myndirnar hennar Söndru Dísar eru komnar inn og röðuðust þetta glæsilega í röð við mínar. Þá er bara að fá frá ykkur hinum :)

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra ferð! :) Þetta var algjört æði!

Nafnlaus sagði...

Ohh dem.. gleymdi að setja nafnið mitt undir.. kveðja Anna Fía

Edda María Hagalín sagði...

shitt, það eru komnar rosalega margar myndir, við erum að tala um 725 myndir!! En ef einhver er ekki búin að koma myndunum sínum til mín eða Söndru endilega gerið það :)