mánudagur, júlí 24, 2006

Sumarbústaðarferð að Horni

Sæl öll

Það er að koma lokamynd á ýmis smáatriði varðandi ferðina okkar en farnar verða tvær ferðir á fimmtudaginn 27. júlí.

Ferð 1
KL 9:00 frá Ísafðirði í Veiðileysufjörð með Jónasi verð. 3.800

Ferð 2
Um kvöldið frá Ísafirði í Veiðileysufjörð með einhverjum (ýmsir koma til greina) verð ??

Þeir sem eru að fara eru, Fyrri ferð: Edda María, Alexíus, Sandra Dís, Greipur, Kristján, Össur Pétur, Svanlaug??. Seinni ferð: Helga Sigríður, Elín Marta, Birna, Edda Katrín, Kristín Þóra, Björn Arnór. Ef ég er að gleyma einhverjum, eða fara með vitlaust, endilega látið vita.

Það verða tvær sameiginlegar máltíðir, föstudags- og laugadagskvöldið og mun Sandra Dís sjá um að versla það og koma í áætlunarferðina sem er á fimmtudagsmorgni kl 10. Planið er að hafa holusteik og svo hamborgara og áætlum við að hver muni borga 1000 kr á mann fyrir það, og byð ég ykkur því að millifæra helst í dag á Söndru Dís.

Varðandi heimferðina, þá mun Jónas koma í hornvík um hádegi á sunnudag ef einhverjir vilja losa sig við farangurinn sinn eða fá far þaðan, þá er það hægt, Aðrir geta labbað í lónafjörðinn og látið sækja sig kl 8 um kvöldið þar. Sama verð er fyrir báða staði eða 4.200. Annars skilst mér að það sé einnig áætlunarferð á mánudeginum.

Varðandi farangur, þá þarf fólk að taka með sér morgunmat fyrir 3 daga og bara kvöldmat fyrir fimmtudaginn ef það kemur um morguninn. Mæli með að fólk pakki létt,og er nauðsynlegt að hafa með regnföt og hlý föt. Góðir gönguskór er kostur. Ef einhverjar spurningar eru þá endilega hafið samband.

1 ummæli:

Sandra sagði...

Hei en gaman! Var að sjá að Anna Fía borgaði inn á reikninginn minn, svo hún er að koma með líka :)
Hei og svo er þetta svo gjörsamlega opið með matinn, bara endilega að fá sem flesta með mér að versla á morgun e. kl 4...
Löv