mánudagur, júlí 30, 2007

Takk takk takk

Hæ öll.
Mig langaði bara að þakka fyrir frábæra ferð. Þetta var rosalega gaman og ég hefði ekki viljað missa af þessu - alls ekki.
Ofurkönurnar Sandra og Edda fá böns af rokkprikum fyrir skipulagninguna og driftina alla saman. Hvar værum við án þeirra. Svo vil ég þakka drengjunum þremur, nýliðunum fyrir skemmtileg viðkynni. Gaman að hitta nýtt og skemmtilegt fólk.

Ef satt skal segja þá er ég nú örlítið lúinn núna, það var erfitt að vakna í morgun og fæturnir stirðir og lúnir. Flugferðin var góð, svaf alla leið og fékk mér ekki einu sinni svala fyrir börnin, ég sem var svo þyrstur. Sit núna við skrifborðið mitt og allt komið á fullt - engin miskun hérna meginn. Get ekki beðið eftir að komast í mánudagsfisk hjá ömmu í kvöld og e.t.v ligg í sófanum fyrir og eftir.

TAKK aftur.
Ykkar, Greipur

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ummm æði pæði!
Hugsaði oft til ykkar um helgina!!!!
Hlakka til að sjá myndir :)

Nafnlaus sagði...

Takk sömuleiðis fyrir frábæra ferð :)

Hlakka til að sjá myndirnar ;)

Kær kveðja
Sandra

Óli Hilmar sagði...

Takk fyrir stórfína ferð í frábærum félagsskap ;)

Vilhelm sagði...

Ég þakka fyrir mig. Þetta var frábær ferð í frábærum félagsskap.

Sé eftir því að hafa ekki farið með ykkur á Geirólfsgnúp á laugardaginn.

Edda María Hagalín sagði...

Hæhæ, takk fyrir æðislega ferð. Ég og "nýju strákarnir" vorum komin í borgina um kl 14 í gær. Lögðum okkur í Æðey og var skutlað í land rétt yfir 6 um morguninn. Þegar við komum í land komumst við að því að eitt dekk var alveg loftlaust og annað frekar tæpt...enginn var tjakkurinn!!!!

Þá hófst mikil leit og á endanum fann ég einhvern drullutjakk inn í skúr hjá fólkinu á Tirðilmýri. Náðum að tjakka bílinn upp og skipta um dekk..ókum svo á Hólmavík þar sem pabbi Palla tók á móti okkur og fylti öll dekk af lofti á ný :)

Þið sem tókuð myndir verðið í sambandi við mig og ég kem þeim á netið :)

Greipur sagði...

Gaman að heyra að þetta gekk hjá ykkur þarna á mánudaginn Edda.

Já myndafólk, ekki tvínóna við að koma myndum til Eddu til að hægt sé að skoða og sýna. Ég er orðinn spenntur.

Nafnlaus sagði...

Ég þakka kærlega fyrir frábæra ferð þó að hún hafi fengið fremur leiðinlegann endi, ég vona bara að það hafi ekki skemmt fyir ykkur hinum. Hlakka mikið til að hitta ykkur aftur að ári ef manni býðst það.

Kveðja, Gummi

Edda María Hagalín sagði...

Vildi bara afsaka mig aðeins fyrir að vera ekki búin að koma myndum á netið en ég gleymdi henni óvart í bílnum hjá Gumma :) Reyni að koma þeim inn fyrir helgina...