þriðjudagur, júlí 24, 2007

Nokkrir punktar fra mer

Ég ákvað að taka málin aðeins í mínar hendur. Skrifa hérna að hverju ég komst.

1. Ég kem með sameiginlegan mat á föstudag með flugi. Sandra og Össi ætla að ganga í að skipuleggja mattinn og Judith verður lykilpersóna í því líka. Verði ekki flogið verðum við að gera aðrar ráðstafanir með það, og ég hef ákveðnar hugmyndir um það mál. Segi frá því þegar ég er spurður.

2. Eins og Össi sagði þá er laust hús nóttina sem þið komið í Reykjafjörð, það er fimmtudagsnóttina. Ég staðfesti pöntunina á því.

3. Lilla á hugsanlega 1 herbergi svo um helgina, það tekur 4. Meira er það nú ekki. Ég setti okkur á biðlistann með það. Það er ágætt ef einhver veikist (ég tala af eigin reynslu, búinn að vera ómögulegur af ofnæmi núna svo dögum skiptir).

4. Mikilvægt: Ég pantaði mat hjá Lillu fyrir ferðalangana sem koma á fimmtudag, svo þið þurfuð ekki að bera það með ykkur og getið hlakkað til þess að koma í heitan mat hjá Lillu þegar þið komið.

Segi þetta gott í bili.
Kveðja,
Greipur

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt plan Greipur... Súpöör ;)

Góður á: Segi það ef að ég er spurður ;)

Kveðja
Sandra

Edda María Hagalín sagði...

frábært..hlakka til að sjá ykkur :)