mánudagur, júlí 23, 2007

Reykjafjörður 2007

Jæja, þá er komið að því....

Eru ekki allir orðnir gríðalega spenntir fyrir gönguferðinni í ár, það er ég allavega. Fyrsta ferð verður farin kl 19 á miðvikudaginn frá Ísafjarðarhöfn með Jónasi Helgasyni eins og áður hefur verið sagt. Allir velkomnir með þá. Eru einhverjar aðrar ferðir orðnar staðfestar?

Endilega láta vita, en við erum í einhverjum vandræðum með að koma mat á Reykjafjörð þar sem engin bátsferð er þangað með Reymari eins og ég hafði vonað. Veit að Greipur er að pæla í að fljúga á föstudegi/laugardegi svo hann ætlaði að hafa í huga að taka kannski með matinn....eru einhverjir aðrir sem ætla að reyna fljúga og væru til í að taka með sér matinn? Endilega látið vita, annars verðum við bara að hætta við sameiginlega matinn!!

Gummi bjó til smá búnaðarlista fyrir ferðina sem gott er að hafa á bak við eyrað

Búnaðarlisti - Sumar:


Föt:
· Ullar eða flísundirföt (cintamani,north face, 66°N)
· Flís fatnaður, peysa og buxur
· Vatnsheld öndunarskel (north face,marmot,mountain hardware etc...)
· Göngusokkar (tvöfaldir fyrir þá sem eiga við vandam. að stríða með hælsæri) x2
· Liner sokkar - Undir göngusokka. Koma í veg fyrir hælsæri
· Gönguskór - Vatnsheldir (feitibornir ef leður)
· Flíshúfa
· Dúnúlpa
· Vettlingar, helst vatnsheldir eða með auka skel
· Legghlífar
· Sólgleraugu
· Sundföt
· Aukaföt (sokkar,nærföt, ....)
· Stuttbuxur
Matur:
· Pasta:
· - 3. mínútna (bónus)
· - Ostapasta (bónus)
· - Mountain pro (fjallakofinn, útilíf)
· Smurt (flatkökur,samloka etc í nestisboxi)
· Rúsínur
· Hnetur
· Kex
· Lifrarpylsa
· Vítamín og lýsi
· Kakó með sykurpúðum (Sviss miss)
· Fæðubótarefni út í vatn
· Súkkulaði (snickers sem dæmi)
· Orkustangir
· (Lummudeig (skemmtilegt í morgunmat, muna þá eftir smjöri og sykri))
Búnaður:
· Höfuðljós + Rafhlöður
· GPS Tæki + Rafhlöður
· GSM sími
· Kort
· Bók til að lesa
· Hnífapör
· Pottar
· Pottaklemma
· Primus + Gas
· Kveikjari
· Svefnpoki
· Loftdýna
· Tevur
· Göngustafir
· Aukareimar í gönguskó
· Skyndihjálparsett
· (Duct tape - Til viðgerða)
· Hælsærisplástrar
· Verkjalyf
· Krem
· Salernispappír
· Sólarvörn
· Handklæði
· Tjald
· Plastpokar (fyrir rusl, óhreint og fleira)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vohhh enginn smá listi! Pant ekki bera hans pakpoka :)
En af hverju GSM sími?

Guðmundur S Ingimarsson sagði...

Enda er þetta nú almennur listi með ölllu fyrir sumarferð, held ég taki nú ekki allt þetta með mér :)

Greipur sagði...

Hvað sem útbúnaði líður þá er ég orðinn heilmikið spenntur fyrir ferðinni. Eins og fram hefur komið þá ætla ég að fljúga til ykkar á föstudag og reyna að ganga á sunnudag með hópnum áleiðis til byggða.

Hverjir eru að koma með?