föstudagur, júlí 06, 2007

Reykjafjörður 2007


Aðalvík 2005..


Reykjafjörður 2007..

Jæja nú eru bara um 3 vikur í brottför á strandir :) Mig langaði svolítið að koma því á hreint hvenær og hvernig fólk vill fara norður. Mig langar mest að fara á miðvikudeginum (25.júlí), ganga þá yfir í Furufjörð, gista þar og ganga svo yfir í Reykjafjörð á fimmtudeginum (26.). Vera í Reykjafirðinum fram á laugardag og svo sama gönguplan til baka (því mér lýst ekkert á að fara yfir jökul þar sem enginn af okkur þekkir jökulinn og það hefur verið gríðarlegur hiti undanfarið!).

Ég er búin að nefna þetta við nokkra og hef fengið misjafnar undirtektir, veit að Helgu Sigríði (og mig minnir Elínu Mörtu) langar að leggja af stað á fimmtudeginum (26.) og Ingu Ósk á föstudeginum (27.). Svo ég held að við endum á að gera eins og í fyrra, fara í tveimur eða jafnvel þremur hollum.. En það verður bara gaman.. svo lengi sem allir eru glaðir ;)

Edda María hefur tekið að sér að sjá um sameiginlega matinn fyrir okkur, ætlar að versla hann fyrir sunnan og láta ferja hann með Reimari frá Norðurfirði í Reykjafjörð.

Svo er reyndar einn möguleiki til viðbótar.. hann er að þið sem eruð að koma að sunnan getið farið sömu leið og maturinn!! Það tekur 2 til 2,5 klst að keyra afleggjarann frá Hólmavík og út að Norðurfirði (~100 km malarvegur). Þó að auðvitað langi mig til að við löbbum öll saman.. en þetta er líklega mun minna ferðalag frá höfuðborginni.

Endilega kommentið og segið ykkar skoðun á því hvenær þið viljið leggja af stað og hvaðan ;)

Kveðja
Sandra
9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Lýs vel á þetta plan, allt planað og jafnvel hugsað um okkur hér í Reykjavíkinni :) Ætli það myndi samt ekki bara vera ein ferð til með Reimari þannig að við myndum þurfa að finna tíma sem hentaði okkur sem færum þaðan en síðan er það bara að ferja sig þangað með öllum leiðum :)
Ég hlakka svo til ég hlakka alltaf svo til....

Nafnlaus sagði...

við Björn komumst ekki núna, eins og ég var farin að hlakka til! þið verðið bara að vera dugleg að taka myndir... svo verðum við að halda allsherjar mynda- og sögu partý í vetur :)
þið komið í heimsókn til okkar næsta sumar, við erum einmitt að fara "upprifjunar"ferðina í næstu viku ;)
kv, Kristín

Guðmundur S Ingimarsson sagði...

Mér reiknast samkvæmt korti að það séu 75 km úr norðurfirði í Reykjafjörð svo að það er um 3. daga labb þannig að ég held að það henti ekki sem gönguleið allavega á staðinn.

Gummi

Greipur sagði...

Halló halló. Mikið er ég orðinn spenntur.

Mitt plan, eins og það lítur út núna er eftirfarandi:
Föstudagur, flug í Reykjafjörð. E.t.v. laus sæti, ekki alveg á hreinu.

Sunnudagur, með hópnum til móts við bát í Hrafnfirði og tjaldið með báti í Norðurfjörð, sé einhver á leið þangað.

Heyrumst.
Greipur

Nafnlaus sagði...

Halló!!
Vá hvað mér líst vel á þetta!
Ég er strax farin að huga að nesti og niðurpökkun.
Mitt plan er það sama og Greips, þ.e. flug á fös. og bátur frá Hrafnfirði á sun.
-spurning hvort við þurfum að nota áttavitann til að komast heim, eins og í fyrra ;0)
Sjáumst og heyrumst,
hlakka til,
judith amalía

Nafnlaus sagði...

Þetta er orðinn ansi mikill múgspenningur hér, það er ekki um að villast :) Ég komst í samband við landeigendur í Reykjafirði og þar er jafnvel hægt að komast í húsaskjól yfir næturnar í svefnplássi ef e-jir hafa áhuga á því! Er víst hús eða skáli þarna! Bara hugmynd sem er opin :)

Edda María Hagalín sagði...

Hæhæ, Fyrsta ferð í Hrafnfjörðinn verður farin miðvikudaginn 25. júlí kl 19 frá Ísafirði. Jónas Helgason úr Æðey mun sigla með okkur yfir. Þeir sem eru búnir að staðfesta í þá ferð eru Ég, Helga, Sandra, Össi, Gummi (vinur minn) + einn vinur hans.

Eru einhverjir fleiri sem myndu vilja koma með þá?

Þá er planið að labba bara yfir í Furufjörð og gista þar um kvöldið og svo klára gönguna í reykjafjörðinn um morguninn eins og Sandra var búin að tala um.

Hef ekki enn náð sambandi við frænda minn sem er símasambandslaus og hef því ekki fengið upplýsingar um að koma farangri á bát...fæ vonandi upplýsingar eftir helgina!

En endilega látið vita ef þið eruð til í að gera þetta almennilega og koma á miðvikudeginum með okkur :) hihi

Nafnlaus sagði...

Hæhæ! Langar svolítið að fá að boðflennast með ykkur aftur ef það er í lagi! Það var svo gaman í fyrra..:) Ég ætla reyndar að sjá svona hvernig veðurguðirnir spá því að eftir Hróarskeldu er ég ekki alveg á nennunni að vera í tjaldi í rigningu.. ;) Ég fylgist með á síðunni og læt ykkur vita!
KV. Anna Fía

Edda María Hagalín sagði...

Iss Anna, þú lætur ekki smá rigningu í Hróaskeldu slá þig svona út af laginu...ferð ekkert að missa af þessari stórkostlegu ferð :) hahaha annars var ekkert smá gaman að rekast svona oft á þig á Keldunni, frekar fyndið!!