mánudagur, júlí 16, 2007

Bátaball í Ögri

Já það er komið að því, svo sannarlega.. hið eina og sanna ;)
Þetta árið er það laugardaginn 21.júlí.. sem þýðir að á næsta laugardag verður stórhittingur í Ögri!

Gaman að segja frá því að samkvæmt bb.is verður ballið með hefðbundnu sniði í ár þar sem Þórunn og Halli spila fyrir dansi og boðið verður upp á rabbabaragraut með rjóma.

Mikil eftirvænting ríkir, meðal aðdáenda, að sjá hvernig hattarnir verða í ár ;)

Oh ég hlakka svoo til að sjá ykkur dúllurnar mínar.. sérstaklega reykjavíkurliðið.. úff það ætti að banna reykjavík á sumrin.. get ekki beðið (takið eftir því að höfuðborgin er skrifuð með litlum staf sökum trega og leiða).

Kveðja
Sandra

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jei ég hlakka líka ógisslega mikið til að hitta ykkur ÍSFIRÐINGALIÐIÐ (haha þorði ekki annað en að skrifa það allt með stórum stöfum!!!!)
Orðið allt of langt síðan síðast!
Ég, Þórey og Hanna systir vorum að hugsa um að taka okkur bara góðan "rúnt" á laugardaginn og beint í Ögur!
Hvenær voruð þið að hugsa um að fara þangað? Á að grilla þar og spila bjórfótbolta eða?
Æi ég hringi í ykkur þegar nær dregur!!!!!
Kossar og knús frá reykjavík!!!

Nafnlaus sagði...

Íha.. Frábært gúrkan mín ;)
Já mar það verður bara allur pakkinn.. mæta snemma ekki smurning ;)

Knús
Sandra

Greipur sagði...

Hæ hæ. Þetta er svo vel heppnað, fyrst Ögur, svo ferðin okkar strax helgina eftir.

Ég kem í Ögur frá Ísafirði, sennilegast samt bara um kvöldið einhverntíma. Svo fer ég í stuðbílnum suður með Ingu og co. Víuvíú.

Nafnlaus sagði...

Fundur í kvöld kl9 á langa manga til að skipuleggja ferðir, þema o.fl. Stefnan pottþétt sett á að grilla, spila bjórboltann og partyast. Sjáumst :D

Nafnlaus sagði...

Breyttur tími og staður.. hálf níu niðri í Edinborg í kvöld :) Svo verður Villi naglbítur með tónleika klukkan níu ;)

Sjáumst
Sandra

Nafnlaus sagði...

Stóð svo sannarlega fyrir sínu ;)

Sandra