Ég hef unnið hörðum höndum í því að fá okkur inn í húsaskjól í Reykjafirði sem hefur verið þrautin ein :) En sem komið er hef ég fengið hýttu til leigu í sólarhring, fimmtudagsnóttina og aðgang að herbergjum yfir helgina fyrir okkur. Hún Lilla sem ég ræddi við ætlar að taka þetta frá og við ættum að geta gengið að þessu vísu þegar við mætum á staðinn. Að vísu var símasamband við Strandir ekki gott en ég vona að þetta hafi komist til skila. Hún á allaveganna von á fríðum hópi til sín í gistingu svo því er ekki að skipta! :) Kostnaður er 1500 kr per mann nóttin, svo þeir sem vilja nýta sér þessa aðstöðu ættu ekki að láta hana fram hjá sér fara :)
Takk Sandra fyrir að lána mér aðganginn þinn til skrifta :)
Kv. Össi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Glæsilegt Össi, mjög gott.
Ég hafði alveg gleymt að tala við Lillu og hennar fólk. Hélt reyndar, þegar ég var að hugsa um þetta í vor að við vildum vera meira út af fyrir okkur, ekki með öðru fólki í húsi og afskrifaði möguleikann.
En ég vil gjarna vera inni. Frábært. Lilla og hennar fólk klikkar ekki.
Jæja...Þeir sem ætla á Miðvikudaginn er Ég, Gummi, Páll, Sandra, Óli, Össi...Helga veit það á miðvikudaginn og hef heyrt að Elín ætli líka á miðvikudaginn en þó ekki búin að fá staðfest.
Greipur og Judith ætla að fljúga á föstudeginum og kannski Dóra hlín.
Held að þetta sé nokkurnveginn hópurinn.
Bátur til baka er kl 10 úr Hrafnfirði á sunnudagskvöld.
Hvor ferð kostar 4000 á haus
Skrifa ummæli