mánudagur, mars 19, 2007

Nýjustu fréttir af sumarævintýrinu

Sæl öll

Vildi leyfa ykkur að heyra smá hvað planið er í sumar en margt er í sigtinu.

Heyrði frá Kristínu og Birni og ætla þau að bóka Furufjörðinn á næsta ári (2008) þar sem Björn þarf að kynna sér svæðið í sumar svo hann verði vel fróður um aðstæður og gönguleiðir þegar við mætum á svæðið :D

Bústaðurinn hennar Helgu í Stakkadal er enn inn í myndinni og er líklega laus þessa daga sem við töluðum um.

Veit ekki með Horn þar sem ég hef ekki heyrt í Söndru um það og veit ekki hvort Sandra er með eitthvað í pokahorninu en hún skellir líklega inn upplýsingum um það fljótlega ef hún hefur eitthvað í sigtinu.

Svo er það nýjasta sem Helga Sigríður var að stinga upp á við mig á MSN og mér líst rosa vel á. Það er Reykjafjörður en sjá má umfjöllun hér. Það er líklega hægt að leigja bústað þarna sem við erum að skoða en svo er líka tjaldstæði. Þarna er allvega geggjuð sundlaug og stórkostlegt umhverfi (eins og reyndar allstaðar á þessum slóðum).

Hvað segið þið, hvað leggst vel í ykkur?

12 ummæli:

Helga sagði...

1 1 1
jæja enn ein tilraunin, ég ætla mér nú ekki að ræna henni Elínu Mörtu af hugmyndinni að Reykjarfirði, sem er réttlætanlega hennar
kv helga

Helga sagði...

1 2 3
einnig, ræddum við Sandra félagsheimilið á Flæðareyri sem mögulegan kost, Svo vil ég bara fá sem flesta til að koma með hugmyndir að stað og húsnæði. því meira úrval því betra. Einnig er ég búin að fá Greip til þess að ræða varðandi bústað í Reykjarfirði. Vil ég benda á í lokin að því fyrr sem við höfum einhvað milli handana því betra, enda mjög vinsælt að fara þangað norður og við erum lika að stefna á besta tíman til að vera þarna... svo...
en stor Klem frá mér

Nafnlaus sagði...

Ja mér lýst bara vel á thetta. Finnst Reykjafjördurinn svoldid spennandi enda voru mamma og pabbi tharna a seinasta ári i göngu og sögdu ad thetta vaeri frábaert. Verst ad bústadurinn minn í Leirufirdinum er ekki enn tilbúinn en aetti ad vera flottur 2008 eda 2009 fyrir fallega skinny dipping hopinn :)
Ekki er haegt ad fá Flaedareyrarhúsid a leigju en thar sem nu margir eru Grunnvikingarnir i hopnum tha er kannski haegt ad plogga eitthvad med thvi ad tala vid Inga fraenda og fleiri :)
Annars vann ég einhvern timann i Flottóinu (their hlaeja sem vita hvad thad er) viku dvöl i Flaedareyrarhúsinu... thad var a Flaedareyrarhátidinni 1992. Aetli midinn gildi ekki enn tha?
Heheh gud mér leidist svo i vinnunni... aetla ad skrifa meira seinna :)

Kossar Inga

Nafnlaus sagði...

Frábærar hugmyndir :) Mjög ánægð með allt "breinstormið" sem er í gangi. Hjá mér er óskalistinn svona:

1. Fljótavík
2. Reykjafjörður
3. Flæðareyri

En þar sem samgöngur til Reykjafjarðar eru allar frekar þungar í gjörðum, gæti það orðið problem. En þeir sem hafa ferðast þangað eru betri í að segja til um það. Sjálf hef ég aldrei komist svo langt en hef mjög mikinn áhuga á að fara þangað :)
Hins vegar er allra auðveldast að komast á Flæðareyrina, hugsa að ef við færum þangað myndu mun fleiri "komast" með okkur! Húsið á Flæðareyri er mjög hópvænt og stendur okkur án efa opið (höfum sko góð ítök þar!), stutt að komast á Drangajökul og þaðan er hægt að fara ýmsar skemmtilegar gönguleiðir, hvort sem er á Jökulfjörðunum, ganga yfir í Grunnavík (og svo jafnvel Snæfjallaströndina og enda í Æðey!), já eða hreinlega ganga yrir á Hornstrandir (jafnvel yfir í Reykjafjörð) :)
Svo ef ég hugsa þetta ekki einungis út frá sjálfri mér, heldur svona frekar með hópastemmingu í huga, þá er Flæðareyri númer 1.
Hvað finnst ykkur um það?
Endilega haldið samt áfram að koma með fleiri svona góðar hugmyndir :)

Kveðja
Sandra Dís

Greipur sagði...

Allt í gangi. Ég ætla að skoða Reykjafarðarmálið og segi ykkur frá því síðar.

Flæðareyri hljómar líka vel hjá mér. Þetta Hornstrandafriðland er hvort eð er stórlega ofmetið.

Fljótavík er sísti kosturinn hjá mér.

Edda María Hagalín sagði...

Sæl öll

Persónulega langar mig mest á Reykjafjörðinn þar sem Flæðareyrishátíðin er á næsta ári og flest okkar munu líklega skella sér þangað!! en veit ekki, kannski er það ekki sambærilegt!

Allavega, ef við fáum bústaðinn á Reykjafirði sem Greipur er að skoða, og ef við gætum komið meirihluta af dótinu og sumum sem eru ófótafærir kannski með flugvél þá held ég að þetta gæti orðið meiriháttar ferð! Sundlaugin er svo sjarmerandi :)

Annars er mér svo sem alveg sama, bara á meðan við erum að fara eitthvert saman :)

Nafnlaus sagði...

Minn óskalisti er sá sami og hjá Söndru... gæti ekki verið meira sammála henni :)

Nafnlaus sagði...

Thid fallega fallega folk :)

Mamma og pabbi keyrdu ad Drangnesi og thar var batur sem ferjudu thau ad Reykjafirdi og thar tjoldudu thau og lobbudu dagsferdir. Get spurt meira hvert thau foru!
Flaedareyri..sko alveg meira en til ad fara thangad.Ég thekki Jökulfirdina MIKLU betur en Hornstrandirnar enda bara komid til Adalvikur. Thid gaetud samt öll verid plötud i thraelabudirnar sem verda i bustadnum minum i sumar (hann er adeins 20 minutur fra Flaedaereyri)!!! Heheh nei aetli thad. En thad er samt best ad tala vid Inga sem fyrst tha med Flaedareyri en audvitad gaeti verid ad thad verdi fleiri sem gista tharna thvi margir sem eru i göngum fa ad gista tharna lika.

Ástar-og saknadarkvedjur fra Thyskalandi :) heheheh

Greipur sagði...

Hæ hæ. Það er vel hægt að fara með báti frá Norðurfirði eða Drangsnesi í Reykjafjörð. Eins er hægt að fljúga þangað. Haldiði ekki að undirritaður hafi farið á sínum tíma til að mæla fyrir þessum góða flugvelli? Jújú.

En þetta er svolítið fyrirtæki eins og þið sjáið.

Nafnlaus sagði...

mér líst vel á allt, en er endilega til í að skipta um stað árlega....þ.e ekki far á sama staðin mörgum sinnum í röð.

Nafnlaus sagði...

var ehldur frá á mér að posta kommentinu, en langaði að skella inn sammálalegheitum með Söndru og Össa....
finnst alltaf Fljótavík meiriháttae, Reykjafjörður er kúl og veit ekki rassgat um Flæðareyri, en er til í að læra

Nafnlaus sagði...

Afsakið hvað ég svara seint. Ég hef bara einu sinni komið í Reykjafjörð og það var í kayakferð svo það má vera að samgöngur þangað séu strembnar eins og Sandra segir. Nú þekki ég ekki mikið til gönguleið, en á korti á ganga.is get ég ekki betur séð en að ganga úr Hrafnfirði í Jökulfjörðum og yfir í Reykjafjörð sé álíka löng og úr Veiðileysufirði yfir í Horn, sem við gengum í fyrra.
Er þetta vitleysa?
Sjáumst um páskana ! :)
- Elín Marta