þriðjudagur, júlí 25, 2006

Tæpir 2 dagar í brottför :)

Það er bara allt að verða vitlaust yfir ferðinni okkar á Horn.. Líkt og aðrir, tóku Ofurkonur alveg rífandi vel í hugmyndina á æfingu áðan og ætla ekki að láta sitt eftir liggja í ferðinni. Á staðnum var meira að segja nánast plönuð flugferð ÍFJ-HHA (Höfn í Hornvík Airport)! Það verða sem sagt líklega 3 ferðir til að flytja hópinn frá Ísafirði:
1) Fim 27/7, kl.9, bátsferð í Veiðileysu.
2) Fim 27/7, kl.22 (líklegasta tímasetningin), bátsferð í Veiðileysu.
3) Fös 28/7, ?kl.18, flugferð í Hornvík.

Öruggt far er fyrir alla heim á sunnudeginum, bátsleiðina, hvort sem þeir vilja fara í bátinn í Hornvík eða labba yfir í Lónafjörð og taka bátinn þar.

Jóna Ben var svo góð að taka slatta af búsi fyrir okkur í Hornvíkina í gær.. ;)

En fyrir þá sem ekki vita þá verða sameiginlegar máltíðir á fös- og laukvöldinu, fyrir það þarf að leggja 1.000 kr inn á reikninginn minn, númerið er: 0311-26-090782-0907824449. Við Helga Sigríður ætlum að hittast heima hjá henni á morgun kl 4 og ákveða matinn og fara svo og kaupa, þeir sem vilja leggja okkur lið og/eða koma með gómsætar hugmyndir endilega mætið eða hafið samband við okkur (síminn minn er 867 9921 og Helgu 844 6251)... eða bara kommenta hér á síðuna!

Fyrir þá sem ætla að leggja af stað að kvöldi fimmtudagsins vil ég minna á að fara ofarlega yfir ána í Hornvík (þar sem á víst að fara yfir hana..) en ekki niðri við ós því að það er háflóð um kl 03 og þá er ósinn "mannhæðardjúpur".. Fyrri hópurinn getur hins vegar farið yfir ósinn því það verður háfjara um kl 15..
Þetta hef ég eftir veðurspegúlöntum í Æðey! :)

Svo er auðvitað skylda að koma með óvæntan glaðning.. minn er kominn í bakpokann! Ég verð nú samt að segja að óvæntasta óvænta glaðninginn á Jens ennþá, páskaeggin hans á Horni 2004 vöktu eindæma lukku.. hehe :)

Minni á að það er pláss fyrir fullt af skemmtilegu fólki í viðbót.. og auðvitað skemmir það ekki fyrir að það sé karlkyns , hehe sérstaklega þar sem konur virðast vera í miklum meirihluta..!!

Knúspoki
Sandra Dís

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hljómar svo skemmtilega :)
Þetta verður örugglega frábær ferð!!!
Bið að heilsa

Edda María Hagalín sagði...

Amm, ég legg af stað suður í kvöld um 8 leitið og fær hann Kristján Ketill far með mér vestur, hlakka geggjað til að hitta ykkur öll á Horni, sýnist þetta stefna í magnaðan trylling!!

kv. Edda María

Sandra sagði...

HEI muna eftir sundfötum ;)

Sandra sagði...

já og úff ráðlegg eindregið að hafa ekki þyngra en 16-17 kg á bakinu.. hehe !!

Nafnlaus sagði...

sorry gönghrólfar, er að koma inn á síðuna í fyrsta sinn. Vissi ekki einu sinni af henni. Góðir og fræðandi pistlar hjá Söndru.

En hópurinn stækkar og stækkar og ég er að deyja úr spenningi. Hvar eru samt allir singul karlmennirnir? Vona að það sé óvænti glaðningurinn hjá e-i ykkar. Þá yrði mikil gleði.

Allt að smella. Stefnir í að við sjáumst sólbrún og sæl í Horni :)
Inga, takk fyrir síðast! Þú kemur með að ári! :D
Kv. Elín Marta

Nafnlaus sagði...

Já ég kem BÓKAÐ með næst!
Gef bara skít í vinnuna og fer!

EN ég vil fá ALLAR sögurnar.
Göngusögur, drykkjusögur, baðsögur, varðeldasögur, suprice sögur og ALLT.

Þetta verður örugglega ÓGEÐSLEGA gaman.

En góða góða góða góða góða skemmtun :)

Nafnlaus sagði...

Já ég kem BÓKAÐ með næst!
Gef bara skít í vinnuna og fer!

EN ég vil fá ALLAR sögurnar.
Göngusögur, drykkjusögur, baðsögur, varðeldasögur, suprice sögur og ALLT.

Þetta verður örugglega ÓGEÐSLEGA gaman.

En góða góða góða góða góða skemmtun :)

Nafnlaus sagði...

Er svo spennt að fá ferðasöguna!!!!

Nafnlaus sagði...

ooohh alltaf eins með mig, man nottlega ekki lykilorðið og passorðið og skrifa þvi bara hér í kommentin

Takk æðilega fyrir geðveika ferð :D ég er enn að brosa, og er strax byrjuð að dreyma um ferðina að ári i Furufjörðinn!!! Ferasögur verða að bíða betri tima

Helga sagði...

djók þetta er´ég sem átti þetta anonymous komment hérna áðan

Kv H.S

Edda María Hagalín sagði...

Heyriði, er búin að stofna sniðuga myndasíðu, ef þið viljið setja inn myndir sendið mér þá póst á edda03@ru.is og ég gef ykkur aðgang...held þetta sé sniðugast svona :)