föstudagur, júlí 14, 2006

Hornstrandir 27. júlí - 30. júlí.

Sumarbústaðurinn að Horni

Jæja, þá er komið að því. Búið er að skella upp ferðaáætlun fyrir hina árlegu hornstrandarferð sem nú er heitið í bústaðinn að Horni. Hér að neðan er gróflegt ferðaplan en það gæti breyst eitthvað eftir fundinn sem verðu á langa manga á Ísafirði á mánudaginn kl. 20:00. Þar verður rætt um hvort við munum mögulega leggja af stað upp úr hádegi á fimmtudeginum frá Ísafirði ef það hentar fleirum en einnig verður að öllum líkindum önnur ferð farin seint á fimmtudeginum eða jafnvel á föstudeginum, en það ræðst allt á fundinum á mánudagskvöld og fer eftir hljóðinu í fólki og hversu margir ætla að fara. Hér er allavega aðalplanið....endilega kommentið ef þið viljið koma með, það eru allir velkomnir og nóg svefnpláss :)


Fimmtudagurinn 27. júlí

Farið verður frá Ísafirði kl 8:30 og haldið til Veiðileysufjarðar. Þaðan verður gengið yfir í hornvík í sumarbústaðinn.

Veiðileysufjörður - Hornvík - um Hafnarskarð. Úr botni Veiðileysufjarðar er farið um Hafnarskarð (519 m). Fáar vörður eru á leiðinni upp í skarðið en vel er varðað úr skarðinu niður í Hornvík og svo að bústaðnum á Horni (4-6 klst.)



Föstudagurinn 28. júlí

Á föstudeginum verður farin dagsferð að hornbjargsvita og að hornbjarginu sjálfu.

Hornvík - Hornbjarg. Gengið er fyrir víkina að Hafnarósnum. Þegar yfir ósinn er komið er haldið út með fjörunni á nyrsta hluta bjargsins og á Miðfell. Brattkleifir geta lagt leið sína á Kálfatind (534 m), hæsta hluta bjargsins, og virt fyrir sér tindinn Jörund (6-8 klst).



Laugardagurinn 29.júlí

Afslöppun og önnur afþreying. Skinny dipping...

Sunnudagurinn 30. júlí

Heimferð verður á sunnudeginum og er áætlað að koma í lónafjörðinn um kl 8 að kvöldi.

Hornvík - Lónafjörður. Fyrst er gengið fram hjá Hafnarbænum og áfram inn undirlendi Hafnar með brekkurótum. Fljótlega er gengið um miklar bæjarrústir rétt áður en komið er að Víðirsá sem er fallegt vatnsfall með mörgum fossum frá brún og niður á láglendið. Áfram er haldið inn með hlíðarfótunum þar til komið er að lítilli á sem rennur út á láglendið úr gili. Í um 450 m hæð er komið á hjarnskafl sem ekki leysir árið um kring og er hann skáskorinn og nú er stefnt í skarðsbrekkuna þar sem skaflinn nær styst upp í hana undir miðju skarðinu og má segja að alltaf sé stefnan sú sama. Þegar upp í skarðið er komið er 587 m hæð náð og hið besta útsýni bæði norður og suður af. Í norðri blasir Hornvíkin við og Hornbjarg með skörð sín og tinda og ber við Dumbshaf. Í Rangalaskarði er farið yfir hreppamörk Grunnavíkur- og Sléttuhrepps. Ofan úr Rangalaskarði er haldið úr skarðinu austanverðu og farið niður á við til vesturs í einum sneiðingi og er afar bratt. Hægt er að fara úr Rangala út með Lónafirði að vestan og er sú leið greiðfær eftir fjöru. Þá er komið að eyðibýlinu Kvíum sem fór í eyði árið 1948 og var eini bærinn í Lónafirði. Er þar enn hið reisulegasta íbúðarhús, tvílyft steinhús á kjallara. ( 8 klst)


12 ummæli:

Engilrad sagði...

Uhh gedveikt... lýst vel á

Edda María Hagalín sagði...

fékk ábendingu um að ekki væri hægt að commenta nema vera með aðgang sem blogger, ætla að redda því sem fyrst :) En hverjir eru annars game? Ég, Edda María ætla allavega pottþétt ekki að missa af þessu..ferðin í fyrra var allavega mögnuð :)

Edda María Hagalín sagði...

jæja, var ekki lengi að laga þetta með commentin :)

Edda María Hagalín sagði...

já, en ef þið commentið sem Anonymous, endilega kvittið nafnið ykkar undir :)

Sandra sagði...

Frábært framtak Edda.. Held að dagskráin hafi aldrei verið svona flot "upp-sett" hjá okkur ;)
Ég held að það séu rúm f 10-12 í húsinu, svo er nottla nóg af plássi fyrir dýnur, það eru oft upp í 30 í húsinu! Svo er nóg af plássi til að tjalda og einnig er vinsælt að sofa (í bívaki) á pallinum. Þetta verður bara gaman. Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta..
En Edda ertu til í að setja inn ca verð á ferðunum Ísafjörður-Veiðileysa og Lónafjörður-Ísafjörður? Svona til að fólk sjái u.þ.b hvað dæmið kostar..
Ást í poka
Sandra

Edda María Hagalín sagði...

Amm, Alexíus ætlar að fiska verðið upp úr föður sínum :)

Þórey Ösp sagði...

Já, planið hljómar rosalega vel... enda verður þetta örugglega rosaleg ferð!!
Er svo ekki fundur á mánudaginn, þar sem verður spjallað um ferðina, og ferðamöguleika ef maður kemst ekki fyrr en á föstudeginum til dæmis...

Nafnlaus sagði...

Oh my god people! Ég er gjörsamlega að missa legvatnið yfir þessari ferð :) Ég er alveg að koma með sko!

Helga sagði...

úúúú stefnir i svaka fjör!!!!!!!

Bara svo fólk viti verða 2. ferðir, farnar í Veiðileysufjörðinn á fimmtudeginum 27 júlí ein snemma um morguninn og hin einvhað fljótlega eftir 6 um kvöldið. Og ´væri voðalega gott að vita hvora ferðina folkið ætlar sér í ef ekki hefur sagt það við okkur á mánudaginn . Einnig kom upp umræða um að versla saman i 2 sameiginlegar máltiðir fyrir föst og laugardag, sem yrði þá sent með áætlunarferð a Horn :D

Edda María Hagalín sagði...

já, sameiginlegur matur hljómar mjög vel, styð það 100%, vilt þú ekki bara skipuleggja það og sjá um og rukka okkur um pening bara sem fyrst, og þá fáum við líka sæmilega tölu á fjöldanum. En hvenær er áætlunarferð?

Edda sagði...

hey hey, Edda Katrín hér. Ekkert smá spennó. Hlakka rosalega til, er ógó monntin að vera að fara með. (og er sko búin að segja öllum hvert ég sé að fara)
En plís segið mér að ég eigi ekki eftir að vera ein másandi og blásandi og ælandi blóði úr þreytu í göngunum???!! :S

Edda María Hagalín sagði...

Guð nei, held þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af því, sjálf er ég nú í engu formi, er reyndar aðeins byrjuð að æfa mig en ég labbaði t.d. Esjuna í gær :) fór reyndar ekki alveg á toppinn..en geri það næst :) Held að flestir verði svona á svipuðu róli bara, enda enginn æsingur í gangi..enginn verður allavega skilinn eftir :D