fimmtudagur, september 06, 2007

Myndir komnar frá Reykjafirði

Hæhæ, fékk myndir frá Judith sendar í pósti svo er loksins búin að koma inn myndum og birta þær. Þá vantar barar myndirnar frá Elínu ;). Þær koma bara síðar :) Er það svo ekki fljótavík næsta sumar? Væri æði ef við gætum fengið bústað þar! Elín og Helga Sigríður ætla að reyna redda því!!! Svo væri fínt ef einhver myndi bjóðast til að sjá um skipulagið fyrir næstu ferð, mikilvægt að ekki þeir sömu séu alltaf að sjá um það :)

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég fæ alveg fortíðarþrá að skoða þessar myndir... fá mig til að brosa og reika í huganum um skemmtilegan tíma :)

Sandra sagði...

Vá frábært Edda að setja þetta inn og þið hin sem létuð hana hafa myndir :) Æði!

Ég er mest ánægð með það hversu margar hópmyndir voru teknar í ár ;) (gæti spilað inn í að myndavélin hennar Elínar tekur nokkrar í einu!)

Edda María Hagalín sagði...

það var myndavélin hennar Judith sem tekur margar í einu...það vantar inn myndirnar hennar Elínar :)

Sandra sagði...

..já djók!!

Greipur sagði...

Edda og Judith fá sérstakar þakkir fyrir dugnaðinn við myndainnsetninguna. Ég tek þó á mig nokkuð kredit fyrir að hafa staðið fyrir hópmyndatökum.

Engilrad sagði...

Fallegar myndir af fallegu fólki!
Hlakka til þegar ég verð ein af fallega fólkinu á næsta ári....

Nafnlaus sagði...

Æðislegar myndir, ég er búin að skoða þær aftur og aftur, bara svona til að rifja upp skemmtilega daga.)

Nafnlaus sagði...

Jæja, er búið að negla e-ð niður varðandi næstu ferð????

Edda María Hagalín sagði...

Hver spyr? Er sjálf að bíða eftir einhverju plani en hef ekkert heyrt, ert þú kannski með eitthvað sniðugt plan upp í erminni?