laugardagur, maí 19, 2007

Upphafsganga 2007: Hrafnfjörður í Reykjafjörð

Vegalengd: c.a. 17,14 km skv. Landmælingum Íslands
Tími: 5-6 tímar með því að fara rólega (skv. Snorra Hermanssyni)
Dagur: Miðvikudagurinn 25 júlí 2007 - fyrsta holl! (Geri ráð fyrir þremur eins og síðast)
Farið verður frá Ísafirði að morgni með báti í Hrafnfjörðinn og lagt upp að nálægt Álfstöðum. Alltaf hefur verið talið mjög reimt á Álfstöðum. Þekktustu ábúendur á Hrafnfjarðareyri eru eflaust þau Fjalla-Eyvindur og Halla, frægustu útlagar Íslandssögunnar.

Hrafnfjörður í Furufjörð
Upp af botni Hrafnfjarðar er Skorarheiði (188 m). Á syðri bakka Skorarár niður við sjó er komið á rudda götu og liggur hún upp með ánni um svonefndar Andbrekkur. Er þeim lýkur er komið upp á Skorardal og þar liggur leiðin yfir Skorará, sem brúuð var fyrir nokkrum árum á gili uppi í dalnum undir Skorarbrekku, og síðan í bröttum sneiðingum upp Skorarbrekku í dalbotni upp á heiðina. Alla leið yfir heiðina og niður á láglendi Furufjarðar er rudd gata og vel vörðuð og ætti því enginn að geta villst þar hvernig sem viðrar að sumri til. Yfir Skorarheiði var fjölförnust leið norður á Strandir er byggð var á í Grunnavíkurhreppi. Á háheiðinni er Skorarvatn, fallegt stöðuvatn og ganga þar stuðlabergsklettar út í vatnið að norðan.

Furufjörð í Þaralátursfjörð
Gangan hefst í austurhlíð Furufjarðar þar sem gengið er upp hlíðina eftir illgreinanlegum götuslóða. Þegar ofar dregur taka vörður og vörðubrot við og vísa leiðina upp á Reiðhjalla sem liggur ofarlega í fjallinu. Á hjallanum er gatan skýr og vel vörðuð. Vörðunum er fylgt upp í Svartaskarð sem er dálítil lægð í efsta hluta fjallsins þar sem kallast Kjölur. Úr Svartaskarði er gengið sem leið liggur eftir greinilegri götu niður lítt gróna hjalla, þar til komið er að fjallsbrún Þarlátursfjarðar. Þaðan er hægt að ganga niður í fjörðinn um götuslóða. Vörðurnar halda áfram niður Enni, að smágili sem áin Blanda rennur um og niður að vel grónum jökulaurum. Gengið er yfir aurana og að klettahöfða sem stendur við Þaralátursós neðar í hlíðinni og kallast Óspakshöfði.

Þaralátursfjörð í Reykjafjörð
Neðan við Óspakshöfða er vað og þaðan er haldið upp á Reykjafjarðarháls um vel varðaða og skýra götu sem heldur áfram yfir hálsinn alla leið að brúninni hinum megin. Þar blasir Reykjafjörður við.

Heimildir

6 ummæli:

Edda María Hagalín sagði...

Endilega verið dugleg að kommenta, planið er ennþá bara á fæðingarstigi og gæti allt eins tekið breytingum, svo endilega látið í ykkur heyra.

Það á líka alveg eftir að plana dagsgöngurnar frá Reykjafirðinum og náttla heimferðina...svo uppástungur væru frábærar, einnig ef þið eruð ósátt við upphafsgönguna!!

Líka gaman að vita hverjir ætla með og hvort fólk vill fara á miðvikudeginum, fimmtudeginum eða föstudeginum af stað!!

Svo muna að allir eru velkomnir með hvort sem þeir ganga, hlaupa, synda eða fljúga :)

Nafnlaus sagði...

Frábært..
Líka gaman að það verður fullt af skemmtilegu fólki í Reykjafirði þessa helgi.. Heyrst hefur að það verði gitar og læti með í för..

En við erum samt búin að heyra í svo fáum.. Hvernig væri að þið mynduð láta heyra í ykkur :)

Erum að pæla í að hafa valmöguleika:
1. Stakkidalur í Aðalvík (aftur)
2. Reykjafjörður og planið hér að ofan

Koma svo velja :)

Kv Sandra

Edda María Hagalín sagði...

..ég segji bæði, förum í Stakkadalinn þá helgi sem Helga getur reddað bústaðnum og höldum okkur við síðustu helgina í júlí í Reykjafirði :D

Edda María Hagalín sagði...

...n.b. búin að finna geggjaða leið til baka frá Reykjafirði. Fann í leiðarlýsingu Gísla Hjartar að það væri auðvelt að komast upp á Drangajökulinn frá Svartaskarði, labba yfir hann og koma niður í kaldalón. Í Bæjum gæti svo bátur farið með okkur á Ísó!!! Væri það ekki magnað :)

Nafnlaus sagði...

jamm mér lýst vel á EF að það er fundin ódýr leið til að koma dótinu okkar á staðinn og ef km fjöldinn er réttur miða við lengdina á kortinu og þessu 3 fjöll sem við þurfum að labba yfir :)

Nafnlaus sagði...

Valkostirnir runnu út í sandinn þar sem bústaðurinn hennar Helgu er ekki laus.
Kv Sandra