Jæja, ákvað að skella inn bloggi um plan sumarsins. Ekkert gengur að fá bústað og ákvað ég því að negla niður tjaldútilegu í Reykjafyrði c.a. 26-30 júlí. Greipur ætlaði að reyna redda bústað en hef ekkert heyrt svo held það hafi ekki gengið. Ef einhver ykkar getur reddað bústað einhverstaðar þá væri það æðislegt, þá bara endilega hafið samband við mig, Söndru Dís eða Greip og við getum bloggað um það. Ef einhverjir fleiri vilja fá bloggaðgang þá endilega látið okkur vita og við bætum ykkur við!
Við erum þá allavega búin að ákveða eitthvað en ef bústaður býðst þá bara breytist planið! Held það verði þó alveg fínt að tjalda í Reykjafirði en það er mjög fín sundlaug þar sem hægt er að skella sér í á hverjum degi.
Endilega kommentið strax um hvernig ykkur líst á þetta!
mánudagur, maí 14, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Nei nei sko mína.. bara tekur af skarið stelpan.. Djöfull er ég sátt :)
Frábært plan Edda, þú ert hetjan!
Svo bara reddaru fari líka er það ekki ;) hehe
Kv Sandra
júbbs, geri ráð fyrir að redda flugvél fyrir farangurinn og þá sem ekki treysta sér í að labba! En þá er bara að ákveða gönguleiðina! Einhverjar uppástungur um hana?
Elín lagði til þarna um daginn að labba úr Jökulfjörðunum (man ekki hverjum) og yfir.. það væri frábært, allavegana svona til að byrja með!! :) Svo bara bjór og pottur í Reykjafirði ;) Fullkomið
hehe
Sandra
Já, fann flott kort hér http://atlas.lmi.is/kortaskjar/viewer.htm
hægt að súmma vel að og skoða staðarheiti í kring og fleira skemmtilegt!
Allavega, held að Hrafnfjörður í Jökulfirði komi til greina sem upphafsstaður. Er þá pæling með Hrafnfjörð í Furufjörð í Þaralátusrfjörð í Reykjafjörð!
Einnig væri hægt að skoða Hrafnfjörð í Furufjörð og þaðan í Miðmundahögg (við jökulinn) og þar yfir hálsabungu og niður í Reykjafjörð..
Á þá eftir að bera þetta undir þeim mun fróðari menn til að vita hvort þetta sé mögulegt!
Skrifa ummæli